Allt tiltækt viðbragðslið hjólreiðakeppninnar Kia-Gullhringsins, sjúkraflutningamenn og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa verið kölluð til aðstoðar eftir hjólreiðaslys á Skálholtsafleggjara, þar sem fimm keppendur skullu í jörðina.
Einn er alvarlega slasaður og hefur þyrlan verið kölluð út til að sækja hann, en hinir keppendurnir slösuðust ýmist ekki eða lítið.
Þetta staðfestir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, í samtali við mbl.is.
Keppnin hefur verið stöðvuð að sinni.
Uppfært 20.35: Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent við Landspítalann í Fossvogi.
Uppfært 21.00: Keppni lokið í fylgd björgunarsveita