Heyr himnasmiður í Handmaid's Tale

Nokkrar af aðalpersónum Handmaid's Tale; þernurnar sem eiga að fjölga …
Nokkrar af aðalpersónum Handmaid's Tale; þernurnar sem eiga að fjölga mannkyninu.

Lagið Heyr himna­smiður í flutn­ingi Hild­ar Guðna­dótt­ur er að finna í tveim­ur þátt­um hinn­ar gríðar­vin­sælu þátt­araðar Hand­maid's Tale. Í bæði skipt­in teng­ist lagið einni aðal­per­són­unni í mjög svo drama­tísk­um aðstæðum. Annað lag Hild­ar, Erupt­ing Lig­ht, heyr­ist einnig í þátt­un­um.

Hildur Guðnadóttir.
Hild­ur Guðna­dótt­ir.

Þætt­irn­ir Hand­maid's Tale byggja á met­sölu­bók eft­ir kanadíska rit­höf­und­inn Marga­ret Atwood. Sag­an ger­ist í framtíðinni í rík­inu Gi­lead er stofnað hef­ur verið á svæði sem áður var Bost­on. Þar rík­ir stjórn sem lít­ur á kon­ur sem eign rík­is­ins, stríðir við um­hverf­is­hnign­un og hríðlækk­andi fæðing­artíðni. Í ör­vænt­inga­fullri til­raun til að manna heim á barmi tor­tím­ing­ar eru hinar fáu frjóu kon­ur sem eft­ir eru neydd­ar til að geta og ganga með börn heldra fólks.

Bók­in kom út árið 1985 og hlaut mis­jafn­ar viðtök­ur, en nú þegar þætt­irn­ir voru frum­sýnd­ir árið 2017 þykja þeir óhugn­an­lega trú­an­leg framtíðar­sýn.

Tón­verk við elsta sálm­inn

Heyr himna­smiður er tón­verk Þor­kels Sig­ur­björns­son­ar við sálm Kol­beins Tuma­son­ar. Sálm­ur­inn er tal­inn ort­ur við upp­haf þrett­ándu ald­ar. Lagið kom út í flutn­ingi Hild­ar á plötu henn­ar Sam­an árið 2014. 

„Ég hef haft í svo mörgu að snú­ast und­an­farið að ég hef ekki séð þætt­ina sjálf,“ seg­ir Hild­ur í sam­tali við mbl.is. Hún er bú­sett í Berlín þar sem hún vinn­ur um þess­ar mund­ir að tónlist kvik­mynd­ar­inn­ar Solda­do sem er vænt­an­leg í kvik­mynda­hús í októ­ber. Hún hef­ur fengið mik­il viðbrögð við lög­um sín­um í Hand­maid's Tale og seg­ir að fólki finn­ist áhuga­vert að heyra ís­lensku í þess­um vin­sælu þátt­um.

Grein­in held­ur áfram fyr­ir neðan mynd­skeiðið.

Í 2. þætti þátt­araðar­inn­ar er ein aðal­per­són­an að fæða barn og þá má heyra hend­ing­ar úr Heyr himna­smiður. Í 3. þætti er lagið Erupt­ing Lig­ht leikið í átak­an­legu atriði. Í 9. þætti má enn og aft­ur heyra hend­ing­ar úr Heyr himna­smiður og þá heyr­ast nokkr­ar lín­ur sungn­ar. 

Grein­in held­ur áfram fyr­ir neðan mynd­skeiðið

Aðstand­end­ur þátt­anna höfðu sam­band við út­gef­anda Hild­ar fyr­ir nokkru og báðu um leyfi til að hafa tónlist henn­ar í þeim. Hild­ur veit ekki hvernig hug­mynd þeirra að laga­val­inu kviknaði. „Þess­ir þætt­ir litu vel út og eru mjög vandaðir,“ seg­ir Hild­ur um Hand­maid's Tale. 

Heyr himna­smiður er í miklu upp­á­haldi hjá Hildi. Höf­und­ur­inn Þorkell Sig­ur­björns­son var kenn­ari henn­ar á árum áður. „Þetta er eitt fal­leg­asta lag sem samið hef­ur verið,“ seg­ir hún. „Ég hafði svo ein­hvern tím­ann sam­band við hann og bað um leyfi til að gera „co­ver-út­gáfu“ af lag­inu og hann tók rosa vel í það.“

Vinn­an á loka­metr­un­um

Hild­ur leik­ur á selló í lag­inu og syng­ur það einnig.

En nú er hug­ur Hild­ar nær al­farið við kvik­mynd­ina Solda­do sem er fram­halds­mynd Sicario sem kom út árið 2015. Jó­hann Jó­hanns­son gerði tón­list­ina við þá mynd og hlaut Óskarstil­nefn­ingu fyr­ir. Með aðal­hlut­verk í Solda­do fara m.a. Isa­bela Moner, Josh Brol­in og Benicio Del Toro.

„Þetta er frek­ar tíma­frekt verk­efni,“ viður­kenn­ir Hild­ur hlæj­andi. Hún sem­ur alla tón­list­ina í mynd­inni og hef­ur nú ný­lokið upp­tök­um með sin­fón­íu­hljóm­sveit. „En við erum á loka­metr­un­um.“

Hild­ur hef­ur þegar gert tónlist við marg­ar kvik­mynd­ir, m.a. Eiðinn eft­ir Baltas­ar Kor­mák. Þá hef­ur hún gert tónlist í sam­starfi við Jó­hann Jó­hanns­son í nokkr­um mynd­um síðustu ár.

Í kjöl­far vinn­unn­ar við tón­list­ina í Solda­do mun annað kvik­mynda­verk­efni taka við. „Ég get ekki kvartað und­ir verk­efna­skorti,“ seg­ir hún. „Það er mjög mikið að gera, allt á millj­ón. En það er mjög skemmti­legt í vinn­unni.“

En hvenær mun Hild­ur hafa tíma til að horfa á Hand­maid's Tale?

„Það er nú von­andi eitt­hvað að ró­ast hjá mér svo ég kom­ist í að horfa á þá,“ seg­ir hún hlæj­andi og viður­kenn­ir að hún sé mjög spennt að sjá út­kom­una. 

Þætt­ina Hand­maid's Tale má nú nálg­ast í Sjón­varpi Sím­ans. Þeir eru tíu tals­ins en þegar hef­ur verið ákveðið að gera aðra þáttaröð.  

Heimasíða Hild­ar Guðna­dótt­ur

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert