Neyðarlúgan lokuð í allan dag

Sýni tekin í fjörunni við Faxaskjól.
Sýni tekin í fjörunni við Faxaskjól. mbl.is/Kristinn Magnússon

Neyðarlúg­an við skólp­stöðina í Faxa­skjóli, þar sem mikið magn óhreinsaðs skólps flæddi út í sjó, er niðri og verður lokuð í all­an dag. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veit­um er verið að skoða þá mögu­leika sem eru í stöðunni og verið að setja upp bráðabirgðabúnað. Á meðan er lúg­an lokuð. Stjórn Orku­veitu Reykja­vík­ur var gert kunn­ugt um bil­un­ina 19. júní en síðan hafa viðgerðir ekki al­farið gengið sam­kvæmt áætl­un.

„Neyðarlúg­an verður ekki tek­in upp í dag og við erum bara að ráða ráðum okk­ar um fram­haldið,“ seg­ir Ólöf Snæhólm, upp­lýs­inga­full­trúi Veitna, í sam­tali við mbl.is. Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur tek­ur sýni úr sjó á svæðinu og fylg­ist með hvort hætta sé á meng­un.

Stjórn OR greint frá bil­un­inni

Á stjórn­ar­fundi Orku­veitu Reykja­vík­ur sem fram fór 19. júní var stjórn gert kunn­ugt um bil­un­ina. „Það var lagt fram minn­is­blað um um­hverf­is­mál til stjórn­ar­inn­ar þar sem greint var frá því að það væri bil­un í Faxa­skjóli þarna um miðjan júní,“ seg­ir Hólm­fríður Sig­urðardótt­ir, um­hverf­is­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, í sam­tali við mbl.is.

Minn­is­blaðið var dag­sett 15. júní en sam­kvæmt því stóð til að verk­inu lyki föstu­dag­inn  16. júní sem ekki hafði gengið eft­ir.

„Það þurfti að fara í sér­smíði á búnaði við lok­una og hún var til­bú­in til niður­setn­ing­ar aft­ur mánu­dag­inn 19. en af því að það stóð ekki nógu vel á sjáv­ar­föll­um var beðið með það til þriðju­dags­ins 20. júní, þá fór hún niður,“ seg­ir Hólm­fríður.

Þegar neyðarlúg­an var sett niður að viðgerðum lokn­um kom í ljós að sjór streymdi enn inn í stöðina. Liðu þá nokkr­ir dag­ar en 26. júní var haf­ist handa við að stilla lúg­una og í fram­haldi voru gerðar próf­an­ir á virkni henn­ar. Kom þá í ljós að lúg­an virkaði ekki sem skyldi og þurfti því að taka hana margsinn­is upp til að fram­kvæma á henni still­ing­ar. Á þeim tíma hef­ur ým­is­legt verið reynt til að fá lúg­una til að virka sem skyldi en ekki tek­ist að því er greint var frá á vef Veita fyr­ir helgi.

Undr­ast vinnu­brögð borg­ar­stjóra

Í sam­tali við mbl.is í gær sagði Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, að Kjart­an Magnús­son, sem á sæti í stjórn OR, hefði verið eini borg­ar­full­trú­inn sem hefði vitað um málið. Þessu vísaði Kjart­an á bug í sam­tali við mbl.is í gær og kvaðst hafa fyrst heyrt um málið í fjöl­miðlum eins og aðrir.

Árétt­ar Kjart­an í sam­tali við mbl.is í dag að hann hafi vitað um fyrri bil­un­ina, miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem lágu fyr­ir um málið á stjórn­ar­fund­in­um 19. júní, en hann hafi ekki vitað af seinni bil­un­inni sem kom í ljós 26. Í raun sé um að ræða tvö mál.

Undr­ast Kjart­an því um­mæli borg­ar­stjór­ans og seg­ir hann fara und­an flæm­ingi en hafi í fyrstu forðast að ræða málið við fjöl­miðla. „Mér finnst ómerki­legt af borg­ar­stjóra að gera þetta svona. Að vera fyrst á flótta und­an fjöl­miðlum og reyna síðan að klína þessu á borg­ar­full­trúa minni­hlut­ans,“ seg­ir Kjart­an. 

„Þá eru hans fyrstu viðbrögð að reyna að bjarga eig­in skinni og hálfpart­inn að gefa í skyn að ég hafi leynt upp­lýs­ing­um. Auðvitað get­ur það komið fyr­ir að hann eins og aðra að hann sé ekki nægi­lega upp­lýst­ur en hann er nátt­úr­lega æðsti emb­ætt­ismaður borg­ar­inn­ar og skip­ar þrjá stjórn­ar­menn sjálf­ur, þar á meðal stjórn­ar­for­mann­inn, og hann er vænt­an­lega í ein­hverju sam­bandi við þá,“ seg­ir Kjart­an. 

Fráveitudælustöðin í Faxaskjóli.
Frá­veitu­dælu­stöðin í Faxa­skjóli. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Hall­mund­ur Krist­ins­son: Shit
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert