Veitir aðstoð á Grænlandi

Þorpið Nuugaatsiaq varð illa úti.
Þorpið Nuugaatsiaq varð illa úti. Ljósmynd/Palle Lauritsen

Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, heldur til Grænlands í dag þar sem hann mun aðstoða við skipulagningu hjálparstarfs í kjölfar flóðbylgjunnar sem skall á vesturströnd landsins 18. júní síðastliðinn.

Jón Brynjar hefur verið í samskiptum við Rauða krossinn á Grænlandi síðustu vikur en hann á von á að dvelja þar í 4 til 6 vikur.

Tvö þorp hafa verið rýmd vegna ótta við frekari náttúruhamfarir og óvíst hvort íbúar þar fá nokkurn tímann að snúa aftur til síns heima, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert