Gunnar Nelson heldur utan í nótt

Gunnar Nelson og Santiago Ponzinbbio mætast í Glasgow á sunnudag.
Gunnar Nelson og Santiago Ponzinbbio mætast í Glasgow á sunnudag. Samsett mynd/UFC

Gunnar Nelson heldur út til Skotlands í nótt en hann mætir Santiago Ponzinibbio á UFC-bardagakvöldinu í SSE Hydro-höllinni í Glasgow á sunnudag. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins og þar af leiðandi fimm lotur en þeir munu berjast í veltivigt.

„Allt teymið fer út í nótt,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, í samtali við mbl.is. „Það er haugur af Íslendingum að fara. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig hópurinn verður saman settur en ég myndi halda að það yrði mikill stuðningur við Gunna.“

Haraldur segir að strax á morgun hefjist einhver dagskrá en af fullum þunga á fimmtudag þegar fyrstu viðtölin byrja klukkan níu að morgni. Þá fer hann í stórt viðtal hjá breska ríkisútvarpinu á föstudag og í vigt á laugardag. 

Á vef MMA frétta birtist í dag viðtal við Gunnar um bardagann. Sagðist hann þar vilja taka sér sinn tíma í bardagann, en þó án þess að taka of mikið af höggum. Þá kveðst hann eiga von á því að Santiago reyni að halda bardaganum standandi.

Ponz­inibb­io er í 13. sæti á styrk­leikalista UFC í velti­vigt­inni. Hann hef­ur unnið síðustu fjóra bar­daga sína. Hann hefur sigrað sex sinnum og tapað tvisvar á UFC-ferlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert