Vill sýnatökur í Kópavogi

Kópavogsbær óttast að saurmengunin úr Faxaskjóli nái til þeirra.
Kópavogsbær óttast að saurmengunin úr Faxaskjóli nái til þeirra. mbl.is/Baldur

„Við höf­um mikl­ar áhyggj­ur af þess­um mál­um og hvaða áhrif þetta hef­ur raun­veru­lega á strand­lengj­una hér í Kópa­vogi,“ seg­ir Theó­dóra S. Þor­steins­dótt­ir, formaður bæj­ar­ráðs Kópa­vogs, um saur­gerla­meng­un­ina sem myndaðist vegna bil­un­ar í skolp­hreins­istöðinni við Faxa­skjól.

Eins og Morg­un­blaðið greindi frá í gær mæld­ist saur­meng­un í sjón­um aust­an við stöðina 200 falt yfir mörk­um. „Það er búið að gefa út yf­ir­lýs­ing­ar um að þetta fari ekki inn í Naut­hóls­vík en það er ekki búið að gefa út að þetta fari ekki inn í Kópa­vog,“ seg­ir Theó­dóra en hún bæt­ir við að ekki sé mikið vitað hvort starfs­menn heil­brigðis­eft­ir­lits­ins í Kópa­vogi og Reykja­vík séu að ræða sam­an.

„Þannig vakna mjög stór­ar spurn­ing­ar hjá okk­ur, til dæm­is hvort starfs­menn heil­brigðis­eft­ir­lits bæj­ar­fé­lag­anna séu að tala sam­an? Það er eitt­hvað sem við ætl­um að kalla eft­ir hjá okk­ar heil­brigðis­eft­ir­liti,“ seg­ir Theó­dóra í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert