Vilja aukafund vegna skólpmengunar

Skolpdælustöðin við Faxaskjól
Skolpdælustöðin við Faxaskjól mbl.is/Golli

Tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, hafa óskað eftir því að aukafundur verði haldinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrst vegna ítrekaðra bilana í skólpdælustöð við Faxaskjól og losunar skólps í sjó í tengslum við viðgerðir af völdum þeirra.  

Óskað er eftir því að á fundinum verði meðal annars rætt um: orsakir bilana í dælustöð við Faxaskjól og hvenær áætlað er að viðgerðum ljúki, magn skólps sem ætla má að losað hafi verið í sjó vegna umræddra bilana, lýsing á viðgerðum sem fram hafa farið vegna umræddra bilana, umfang mengunar, samskipti milli Veitna, Orkuveitu Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna málsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert