Frænka svörtu ekkjunnar fannst í bláberjaöskju

Kranskönguló
Kranskönguló Ljósmynd/Erling Ólafsson

Fyrr í mánuðinum birt­ist óvænt­ur laumuf­arþegi upp úr fötu með portú­gölsk­um blá­berj­um á heim­ili í Garðabæ. Þar var á ferðinni svo­kölluð kran­skóngu­ló, skyld hinni eitruðu svörtu ekkju.

Erl­ing Ólafs­son skor­dýra­fræðing­ur fékk kóngu­lóna í hend­ur, náði að greina hana og gefa henni ís­lenskt nafn. „Þetta er í fyrsta sinn sem þessi teg­und berst til Íslands svo staðfest sé,“ seg­ir Erl­ing í Morg­un­blaðinu í dag.

„Ég fékk að vita af henni á fés­bók­inni og svo var komið með hana til mín. Ég náði af henni mynd og tókst að koma nafni á hana með aðstoð annarr­ar fés­bók­ar í út­lönd­um,“ en Erl­ing held­ur úti fés­bók­arsíðunni Heim­ur smá­dýr­anna, þar sem hann fræðir Íslend­inga um skor­dýr og önn­ur smá­dýr.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert