Dregið úr leit að manni við Gullfoss

Ferðamenn sáu til mannsins í fossinum í gær en leit …
Ferðamenn sáu til mannsins í fossinum í gær en leit að honum hefur ekki borið árangur. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir að dregið verði úr leitinni á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leit að manninum sem fór í Gullfoss í gær er lokið í dag og eru síðustu hóparnir að klára sín verkefni að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Verið er að funda um næstu skref en ljóst er að dregið verður úr leitinni strax á morgun.

„Við munum minnka leitina töluvert á morgun,“ segir Sveinn en bætir við að leit verði haldið áfram á morgun og hugsanlega á laugardag en búið er að leita mjög vel á stóru svæði í kringum fossinn án árangurs í gær og í dag. Dæmi eru um að fólk hafi farið í fossinn en aldrei komið upp aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka