Hverfandi líkur á að finna Begades

Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi.

mbl.is var á Suðurlandi í dag þar sem verið var að leita að Georgíumanninum Nika Begades eftir að hann féll í Gullfoss seinni partinn á miðvikudag.

Í myndskeiðinu er rætt við Svein Kristján en hann segir að leitað verði af krafti um helgina en eftir það verði staðan metin að nýju og ákvörðun um framhaldið tekin í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka