Íslendingur listrænn stjórnandi Dunkirk

Eggert Ketilsson hefur unnið við fjölmargar stórmyndir undanfarin ár.
Eggert Ketilsson hefur unnið við fjölmargar stórmyndir undanfarin ár. mbl.is/Árni Sæberg

Á miðvikudaginn var frumsýnd á Íslandi stórmyndin Dunkirk eftir einn virtasta kvikmyndaleikstjóra samtímans, Christopher Nolan. Myndin sem fjallar um flótta Breta frá samnefndri borg í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar hefur hlotið framúrskarandi dóma.

Listrænn stjórnandi kvikmyndarinnar er Íslendingurinn Eggert Ketilsson, en hann hefur á undanförnum árum unnið við margar erlendar stórmyndir auk þess að vinna við íslenskt sjónvarp og kvikmyndagerð.

Dunkirk er þriðja kvikmyndin sem Eggert vinnur með Nolan. „Fyrsta myndin var Batman Begins. Þá var hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi og Saga Film réð mig sem listrænan stjórnanda íslenska hlutans og þá kynntumst við.

Þegar Nolan ákvað að taka einnig hluta af Interstellar upp hér á landi, bað hönnuðurinn hans mig um að vera listrænn stjórnandi þeirrar myndar líka,“ segir Eggert sem telur að reynsla sín af vinnu með leikmyndir í náttúrunni sé ein af ástæðum þess að Nolan vildi fá hann til liðs við sig í Dunkirk.

Nánar verður rætt við Eggert í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem fylgir blaðinu á morgun, laugardag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert