Keppt í þriggja daga fjallahjólreiðum

Pörin verða að fylgjast að allan tímann.
Pörin verða að fylgjast að allan tímann. Ljósmynd/Snorri Þór Tryggvason

Fjallahjólakeppnin WOW Glacier 360 fer fram í annað sinn á Íslandi dagana 11.-13. ágúst en hjólað er umhverfis Langjökul á þremur dögum. Eingöngu er keppt í pörum og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi.  

Dagleiðirnar sem eru á bilinu 85 til 111 km. Ræst er við Geysi á fyrsta degi og hjólað sem leið liggur sunnan við Langjökul, norður Kaldadal og endað í Húsafelli. Á öðrum degi er hjólað frá Húsafelli og alla leið inn á Hveravelli. 

Þriðja og síðasta daginn er hjólað til suðvesturs frá Hveravöllum í átt að Þjófadölum þar sem þræddir eru kinda- og hestastígar þar til komið er að Hvítárvatni. Þaðan er hjólað inn á Kjalveg og síðan tekur við endasprettur alla leiðina í endamarkið við Gullfoss.

Keppnishaldarar sjá meðal annars um flutning á öllum farangri fyrir keppendur, tjalda fyrir þá og sjá fyrir mat í bækistöðvum. Þá eru drykkjarstöðvar eru á vel völdum stöðum og öryggisgæsla. 

Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðu keppninnar, www.glacier360.is, en skráningarfrestur rennur út 31. júlí.

Ljósmynd/Sigurður Svansson
Ljósmynd/Torfi Yngvason
Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka