Maðurinn sem lést í Gullfossi á miðvikudag og leitað hefur verið að undanfarna tvo daga hét Nika Begades. Hann var 22 ára frá Georgíu, búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus.
Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögeglunnar á Suðurlandi en þar kemur fram að lögregla telji engar líkur á að hann lifað fallið af. Með færslunni er birt mynd af honum úr öryggismyndavélum við Gullfoss skömmu fyrir óhappið.
Eins og áður hefur komið fram fann lögreglan vísbendingar um hann út frá bifreið sem fannst á svæðinu og samsvara lýsingar vitna af atburðinum myndum sem lögregla fékk úr eftirlitsmyndavélum við Gullfoss. Sporhundur frá Landsbjörg rakti svo spor úr bílnum upp fyrir útsýnispallana og niður undir ána. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist, en málið er rannsakað sem slys.