Maðurinn sem lést eftir vinnuslys í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. Hann er pólskur og hefur búið á Íslandi í nokkur ár en ættingjar hans búa erlendis. Pawel var fæddur árið 1985.
Greint var frá alvarlegu vinnuslys í Plastgerð Suðurnesja um hádegið í gær og að maður hefði verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Pawel að hreinsa vél sem steypir frauðplastkassa þegar hún fór skyndilega af stað og varð hann undir einu af mótunum. Hann þurfti öndunaraðstoð þegar sjúkraliðar komu á vettvang og lést af áverkum sínum á slysadeild.