Almenningur fær að tjá sig um fjársjóðsleitina

Verði umsóknin samþykkt gæti norska rann­sókn­ar­skip­ið Sea­bed Constructor hafið neðan­sjáv­ar­fram­kvæmd­ir …
Verði umsóknin samþykkt gæti norska rann­sókn­ar­skip­ið Sea­bed Constructor hafið neðan­sjáv­ar­fram­kvæmd­ir við Mind­en snemma í haust. mbl.is/Golli

Almenningur mun geta tjáð sig um starfsleyfisumsókn bresku fjársjóðsleitarmannanna, að sögn Kristínar Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunnar. Það sé hluti af hefðbundnu umsóknarferli starfsleyfa. Umsóknin hafi verið send til umsagnar og muni hún svo fara í hefðbundið ferli. Starfsleyfið verði ekki veitt innan skamms.

Hóp­ur breskra fjár­sjóðsleit­ar­manna sótti um starfsleyfi hjá Umhverfisstofnun til að geta rannsakað þýska flak­ið Mind­en sem sökk suður af Íslandi árið 1939. Að þeirra sögn er í flakinu kista sem gæti inni­haldið nas­istagull að and­virði hundrað millj­ón­ir punda eða hátt í fjór­tán millj­arða króna. Verði umsóknin samþykkt gæti norska rann­sókn­ar­skip­ið Sea­bed Constructor hafið neðan­sjáv­ar­fram­kvæmd­ir við Mind­en snemma í haust.

Að sögn Kristínar sendi Umhverfisstofnun nýlega umsóknina til ýmissa stofnanna, eins og utanríkisráðuneytisins og Minjastofnunnar, til að veita henni umsögn. Að því loknu muni umsóknin fara í hefðbundið ferli, þar sem almenningur geti meðal annars tjáð sig um málið.

Hún segir að fjársjóðsleitarmennirnir muni ekki fá starfsleyfi innan skamms þar sem svona ferli taki alltaf sinn tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert