Á leið til skútu sem sendi neyðarboð

Varðskipið Þór er einnig á leið til bandarísku skútunnar sem …
Varðskipið Þór er einnig á leið til bandarísku skútunnar sem sendi boð úr neyðarsendi. mbl.is/Árni Sæberg

Bandarísk skúta sendi frá sér boð úr neyðarsendi um klukkan hálffimm í nótt og reyndist skútan vera djúpt suðvestur af landinu, skammt utan við íslensku lögsögumörkin. Landhelgisgæslan óskaði eftir að rannsóknaskipið Árni Friðriksson færi á vettvang en skipið var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins. Búist er við að hann komi á svæðið þá og þegar. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Kveikt hafði verið á sendinum handvirkt og því full ástæða til að ætla að þarna væri alvara á ferð, segir jafnframt í tilkynningu. „Að því er skipstjórnarmenn um borð í Árna Friðrikssyni segja er þungur sjór á svæðinu en skyggni ágætt. Þá er varðskipið Þór, sem er við eftirlit suður af landinu, á leið á staðinn en það á talsverða siglingu fram undan,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert