Skjálfti að stærð 4 við Fagradalsfjall

Grænu stjörn­urn­ar sýna hvar stærstu skjálft­arn­ir mæld­ust. Margir hafa fundir …
Grænu stjörn­urn­ar sýna hvar stærstu skjálft­arn­ir mæld­ust. Margir hafa fundir fyrir skjálftunum víða á höfuðborg­ar­svæðinu. Kort/​Veður­stofa Íslands

Skjálfti að stærð 4,0 með upp­tök um tvo og hálfan kílómetra aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga varð kl. 13.55. Rétt fyrir hádegi, klukkan 11.40, mældist annar jarðskjálfti að stærð 3,9 við fjallið. Jarðskjálftahrina hófst í morgun á svæðinu og hafa margir fundið fyrir skjálftunum víða á höfuðborg­ar­svæðinu og á Reykjanesskaganum.

Skjálftahrina hófst á svæðinu klukkan rúmlega sjö í morgun. Á annað hundrað skjálftar hafa þegar mælst í þessari hrinu. Skjálftahrinur á Reykjanesskaganum eru algengar, árlega mælast skjálftar af stærðinni 3-4.

Sjá nánar á skjálftavef Veðurstofu Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka