Skútan með áhöfn fundin

mbl.is

Bandaríska skútan sem óttast var um að hefði lent í vandræðum er fundin. Allir þrír í áhöfninni eru um borð og ekkert amar að þeim. Flugvél Isavia fann skútuna rétt fyrir klukkan ellefu í dag.

Boð bárust frá neyðarsendi skútunnar í nótt. Mastrið á skútunni hafði brotnað og rafmagnslaust var um borð. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson kemur nú skipverjunum til aðstoðar og hefur leitaraðgerðum verið hætt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Í morgun voru tvær flugvélar sendar af stað en auk flugvélar Isavia sem var búin ná­kvæm­um miðun­ar­búnaði var Chal­lenger-eft­ir­lits­flug­vél danska flug­hers­ins kölluð út. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka