Þriðji stóri skjálftinn á Reykjanesskaga

Þriðji jarðskjálftinn sem mældist í kringum fjóra að stærð varð á Reykjanesskaga um hálfníuleytið í kvöld.

Samkvæmt uppýsingum á vef Veðurstofunnar var skjálftinn, sem varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, 3,8. Að sögn jarðskjálftafræðings á vakt er þetta áframhald af virkninni í morgun og ómögulegt er að segja til um framhaldið. Svæðið er þekkt jarðskjálftasvæði og virknin því ekki talin óvenjuleg. 

Um tvöleytið í dag varð skjáfti af stærð 4,0 á sama stað og í morgun varð skjálfti af stærð 3,9 sem einnig átti upptök sín um 3 km austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og víðar, þar á meðal á Keflavíkurflugvelli, í Grindavík og Garði.

Fjórir aðrir skjálfar yfir stærð 3 hafa mælst og margir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, en skjálftar í hrinunni eru orðnir yfir 100 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert