Vill að bærinn leigi bát fyrir þjóðhátíð

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur sent Samgöngustofu bréf þar sem hann óskar fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar eftir afstöðu stofnunnarinnar til ferjusiglinga yfir þjóðhátíðartímann á milli Eyja og Landeyjahafnar á skipi sambærilegu Akranesi.

Frá þessu er greint á vefnum Eyjar.net, en líkt og fram kom í viðtali við Elliða á útvarpsstöðinni K100 í gær, þá synjaði Samgöngustofa Eimskip um slíkt leyfi.

Elliði sagðist ósáttur við þessa ákvörðun, enda sé hafsvæðið milli lands og Eyja skilgreint á sama máta og hafsvæðið milli Reykjavíkur og Akraness. „Ég hef því í dag verið að skoða forsendur fyrir því að Vestmannaeyjabær, e.t.v. í samstarfi við aðila í ferðaþjónustu, leigi hingað bát eins og Akranesið og fáum heimild til að prufa hann yfir þjóðhátíðina.” Hefur Eyjar.net þetta eftir Elliða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert