John er fyrsti Íslendingurinn á topp K2

John Snorri Sigurjónsson.
John Snorri Sigurjónsson. Lífsspor á K2/Facebook

John Snorri Sig­ur­jóns­son er fyrsti Íslend­ing­ur­inn til að kom­ast upp á topp fjalls­ins K2 sem er 8.611 metra hátt og er eitt það hættu­leg­asta og mann­skæðasta í heimi. Það tók John um rúm­ar 18 klukku­stund­ir að kom­ast upp á topp úr fjórðu búðum. Tólf manna hóp­ur fór upp á topp, þar af níu sherp­ar. 

„Til­finn­ing­in er blend­in. Við erum rosa­lega þreytt­ir. Þetta var mjög erfitt,“ seg­ir John Snorri af toppi K2. Hann var býsna þrekaður en al­sæll. 

Til að kom­ast upp á topp síðustu 300 metr­ana þurftu þeir að binda sig þrír sam­an því aðstæður voru svo krefj­andi. Þeir fundu reipi frá leiðangri sem fór upp á topp árið 2014 til að kom­ast alla leið. „Við erum orðnir blá­ir af súr­efn­is­leysi,“ seg­ir John. Þeir stoppa ör­stutt á toppn­um því bæði er súr­efnið orðið af skorn­um skammti og einnig er veður­glugg­inn stutt­ur, en aðstæður eru væg­ast sagt krefj­andi. „Við ætl­um að vera fljót­ir niður,“ seg­ir hann.

Ferðin frá búðum fjög­ur upp á topp tók lengri tíma en áætlað var en ýms­ir áhættuþætt­ir spila inn í sem geta tafið för. 

Það mun taka að minnsta kosti þrjá daga að kom­ast niður í grunn­búðir og þar bíður Kári Schram kvik­mynda­tökumaður eft­ir frænda sín­um og vini. Þeir vinna að gerð kvik­mynd­ar um ferðina, eins og heyra má í ít­ar­legu viðtali Kára við K100. 

Líkt og Vil­borg Arna pólfari gerði árið 2012, þegar hún gekk ein síns liðs á Suður­pól­inn þá er John Snorri í sínu ferðalagi að safna áheit­um fyr­ir Líf Styrkt­ar­fé­lag. Þeir sem vilja styðja John Snorra og um leið Líf geta gert það á www.lifs­spor.is og í síma 9081515. All­ur ágóðinn renn­ur óskert­ur til upp­bygg­ing­ar á Kvenna­deild Land­spít­al­ans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert