Skjálfti að stærð 3,2

Grænu stjörnurnar sýna stærstu skjálftana í hrinunni.
Grænu stjörnurnar sýna stærstu skjálftana í hrinunni. Kort/Veðurstofa Íslands

Verulega hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall á Reykjanesskaganum sem hófst að morgni 26. júlí. Stærsti skjálftinn síðan á miðnætti mældist 3,2 að stærð kl. 05:56. Frá byrjun hrinunnar hafa mælst yfir 600 skjálftar.

Þetta kemur fram í yfirliti á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir enn fremur, að stærsti skjálfti hrinunnar hafi verið 4,0 að stærð kl. 13:55 þann 26. júlí.

Skjálftarnir hafa fundist víða á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og sá stærsti fannst í Borgarfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert