Enn þá að skamma fyrir nektarmyndir

„Við erum ennþá að skamma fólk fyrir að taka af sér nektarmyndir,“ segir Stefán Gunnar Sigurðsson, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar, og að þetta þurfi að breytast en eitt helsta baráttumál göngunnar í ár er að skila skömminni frá þolendum stafræns kynferðisofbeldis yfir til gerenda.

Druslugangan fer fram í sjöunda sinn í dag í miðbæ Reykjavíkur. Lagt verður af stað frá Hall­gríms­kirkju kl. 14 og þaðan gengið niður á Austurvöll. Þá verða viðburðir á Akureyri og í Borgarfirði eystri.

mbl.is hitti nokkra af skipuleggjendum göngunnar í undirbúningnum í gær en ítarlegt viðtal um baráttumálin má lesa hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka