Litakóða Kötlu breytt í gult

Skjálfti af stærð 3 varð í Kötluöskjunni í nótt.
Skjálfti af stærð 3 varð í Kötluöskjunni í nótt. Kort/Veðurstofa Íslands

Litakóða Kötlu hefur verið breyt í gult vegna jökulhlaups í Múlakvísl og skjálftaóróa á nálægum jarðskjálftamælum. Skjálftaóróinn gæti verið tengdur hlaupinu og verið að öllu óskyldur gosvirkni, þó ekki sé hægt að útiloka það á þessari stundu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands, sem send var út í nótt.

Skjálfti af stærð 3 varð í Kötluöskjunni um kl. 00.48 í nótt, ásamt fleiri smáskjálftum. Mikið rennsli er í Múlakvísl og er það að aukast.

Uppfært kl. 8.19

Við gulan stendur á Veðurstofu Íslands: Eldstöðin sýnir merki um virkni umfram venjulegt ástand.

Gulur er næsta stig við grænan, sem þýðir að um virka eldstöð sé að ræða en engar vísbendingar séu um að gos sé væntanlegt.

Á eftir gulum kemur appelsínugulur, sem þýðir að eldstöð sé að sýna aukna virkni og líkur á eldgosi fari vaxandi.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert