Fjallað um ferjumálið á morgun

Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að fjallað verði um ferjuna Akranes …
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að fjallað verði um ferjuna Akranes í ráðuneytinu á morgun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra verður fjallað um ferjuna Akranes í samgönguráðuneytinu á morgun. Vestmannaeyjabær kærði nýlega ákvörðun Samgöngustofu um að ferjan fengi ekki leyfi til að sigla á milli land og Eyja. Að mati bæjaryfirvalda var um geðþóttaákvörðun embættismanna að ræða.

Til stóð að hafa ferjuna til taks um verslunarmannahelgina.

Höfnun Samgöngustofu var ástæðulaus að mati bæjaryfirvalda og því kærði Vest­manna­eyja­bær ákvörðunina og krafðist þess að sam­gönguráðuneytið léti til sín taka.

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, sagði í samtali við mbl.is í gær að bærinn ætlaði að fylgja kærunni alla leið. Hann treysti á að samgönguráðherra stigi inn í málið og „vindi ofan af þess­ari endem­is vit­leysu Sam­göngu­stofu“.

Að sögn samgönguráðherra hefur erindi bæjaryfirvalda borist til ráðuneytisins og nú verður farið yfir það með formlegum hætti. „Ég mun setjast yfir það á morgun með mínu fólki og skoða málið,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert