Hlaupinu í Múlakvísl lokið

Frá Múlakvísl í morgun. Jökulhlaupið telst nú yfirstaðið.
Frá Múlakvísl í morgun. Jökulhlaupið telst nú yfirstaðið. mbl.is/Jónas Erlendsson

Jökulhlaupinu í Múlakvísl er nú lokið. Þetta segja Almannavarnir, Veðurstofa og Vegagerðin. Rafleiðni hefur náð eðlilegum mörkum en varað er við mögulegu gasútstreymi við upptök árinnar.

Að sögn sérfræðings á vakt hjá Veðurstofu var flóðið metið yfirstaðið eftir að hafa rætt við Vegagerðina ásamt því að skoða vefmyndavél, rafleiðni í ánni og vatnshraðamæli. Rafleiðnin mælist nú 150 μS/​​cm, sem er miðgildið fyrir júlí.

Veðurstofa telur hlaupið nú yfirstaðið en varar við mögulegu gasútstreymi við upptök árinnar. Ekki þurfti að loka þjóðveginum á meðan hlaupið átti sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert