Erfiðara en Everest

John Snorri var fyrstur Íslendinga á Lhotse og K2. Hann …
John Snorri var fyrstur Íslendinga á Lhotse og K2. Hann er einn fjögurra Íslendinga sem hafa gengið á tvo tinda sem eru á hinu svokallaða „dauðasvæði.“ Hér er hann á toppi K2. Ljósmynd/Kári G. Schram

 „Að taka tvo 8.000 metra tinda í sömu ferðinni á tveggja mánaða tíma­bili er nátt­úru­lega rosa­lega stórt af­rek,“ seg­ir Bjart­ur Týr Ólafs­son, fjalla­leiðsögumaður og stjórn­ar­maður ÍSALP, um John Snorra Sig­ur­jóns­son. Aðeins sjö Íslend­ing­ar hafa klárað tvo 8.000 metra tinda; John Snorri, Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir, Anna Svavars­dótt­ir, Leif­ur Örn Svavars­son, Björn Ólafs­son, Ein­ar K. Stef­áns­son og Hall­grím­ur Magnús­son.

Meira af­rek en Ev­erest

Aðspurður hvort það telj­ist jafn­vel meira af­rek að toppa K2 en Ev­erest seg­ir Bjart­ur: „Al­veg pottþétt. Það mun­ar ekki nema ein­hverj­um 200 metr­um í hæð en erfiðleika­stigið þarna [á K2] er miklu, miklu meira.“

„Fjallið er bratt­ara og svo er það þessi mikla snjóflóðahætta sem ger­ir þetta mjög hættu­legt. Svo er það nátt­úr­lega þessi flösku­háls þarna í lok­inn,“ seg­ir Bjart­ur. Flösku­háls­inn er staðsett­ur um 400 metra fyr­ir neðan topp fjalls­ins. Talið er að 13 af síðustu 14 dauðaslys­um á K2 hafi átt sér stað við flösku­háls­inn. 

„Flösku­háls­inn er ein­hvers­kon­ar trekt og allt sem er fyr­ir ofan þessa trekt dett­ur þarna ofan í. Þetta er gil sem þarf að ganga eft­ir og ef það hryn­ur ís eða fell­ur snjóflóð þá fer það þarna niður. Því fylg­ir mik­il áhætta að ganga eft­ir þessu,“ seg­ir Bjart­ur.

„Manni stóð ekki al­veg á sama hvað þau voru sein á topp­inn, þegar maður var að fylgj­ast með þarna á loka­metr­un­um,“ seg­ir Bjart­ur og vís­ar þá til þess að ferðin úr búðum fjög­ur tók rúm­ar 18 klukku­stund­ir í stað 10 stunda.

Var lengi í „dauðasvæðinu“

Hæð yfir 8.000 metr­um er í fjalla­mennsku kallað „dauðasvæðið.“

„Þá er lík­am­inn bara að deyja. Hann end­ist ekki í þess­ari hæð nema bara í tvo sól­ar­hringa sök­um súr­efn­is­leys­is,“ seg­ir Bjart­ur. Fjórðu búðir á K2 eru rétt und­ir 8.000 metra hæð og þar dvaldi John Snorri um tíma þegar hann beið fær­is á að ná upp á topp.

„Svo heyrði maður viðtal við hann uppi á topp þar sem hann talaði um að eiga rétt um klukku­tíma eða einn og hálf­an eft­ir af súr­efni, það er orðið ansi tæpt,“ seg­ir Bjart­ur og viður­kenn­ir að um tíma hafi hann orðið smeik­ur um að John væri að fara aðeins fram úr sér.

„Þetta er lík­lega eitt­hvað stærsta af­rek Íslend­ings í háfjalla­mennsku. Al­veg klár­lega,“ seg­ir hann að lok­um. 

Bjart­ur er björg­un­ar­sveit­armaður að upp­lagi og starfar hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum.
Bjart­ur er björg­un­ar­sveit­armaður að upp­lagi og starfar hjá Íslensk­um fjalla­leiðsögu­mönn­um. Ljós­mynd/​Bjart­ur Týr Ólafs­son

Bjart­ur er 24 ára Eyjamaður og hef­ur starfað hjá Íslensk­um fjalla­leiðsögu­mönn­um í rúm þrjú ár. mbl.is fjallaði um það þegar Bjart­ur náði að bjarga sér og er­lend­um ferðamanni eft­ir að hafa fallið 20 metra ofan í sprungu á Hvanna­dals­hnjúk. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka