Ljúka vinnu vegna Akranesferju á morgun

Jón Gunnarsson samgönguráðherra.
Jón Gunnarsson samgönguráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi

Samgönguráðuneytið vinnur nú að því að fara yfir gögn sem ráðherra kallaði eftir frá Samgöngustofu í gær vegna synjunar stofnunarinnar um að veita leyfi til að sigla ferjunni Akranesi með farþega milli Landeyjarhafnar og Vestmannaeyja um næstu helgi.

Ráðherra á ekki von á að málinu ljúki fyrr en á morgun en nokkuð skammur tími er til stefnu enda stutt í verslunarmannahelgina.

„Það er verið að fara yfir það, við munum ekki ljúka þessu máli fyrr en á morgun,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra í samtali við mbl.is. Spurður nánar um framhald málsins segir hann lítið hægt að segja til um það á þessari stundu.

„Sú vinna er í gangi að fara yfir gögn málsins og það er ekkert meira um það að segja á þessu stigi málsins,“ segir Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert