Grænu skýlin á útleið

Við Miklubraut
Við Miklubraut mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fyr­ir­tækið AFA JCDecaux, sem á og rek­ur strætó­skýl­in í Reykja­vík, hef­ur sagt upp samn­ingi sín­um við Reykja­vík­ur­borg. Strætó­skýl­in grænu munu því að óbreyttu heyra sög­unni til er samn­ing­ur­inn renn­ur út í lok júlí á næsta ári.

Samn­ing­ur­inn, sem er frá ár­inu 1998, kveður á um að franska fyr­ir­tækið sjái um upp­setn­ingu og viðhald strætó­skýla, upp­lýs­inga­skilta og nokk­urra al­menn­ingskló­setta í borg­inni, borg­ar­yf­ir­völd­um að kostnaðarlausu. Þess í stað sel­ur fyr­ir­tækið aug­lýs­ing­ar í skýl­in og hef­ur af því tekj­ur.

Ein­ar Her­manns­son, fram­kvæmda­stjóri AFA JCDecaux á Íslandi, seg­ir það hafa legið fyr­ir að samn­ing­ur­inn væri til tutt­ugu ára eða fram til árs­ins 2018. Nú stefni Reykja­vík­ur­borg að því að bjóða út rekst­ur­inn á evr­ópska efna­hagsvæðinu. Fyr­ir­tækið hafi því sagt samn­ingn­um upp svo hægt verði að hefjast handa við að fjar­lægja strætó­skýl­in næsta vor, hreppi fyr­ir­tækið ekki hnossið í útboðinu.

Ein­ar seg­ir vilja hjá fé­lag­inu til að halda áfram rekstri skýl­anna og stefnt sé að því að taka þátt í útboðinu svo fremi sem útboðsskil­mál­ar séu hag­stæðir. „Ef gerð verður krafa um end­ur­nýj­un skýl­anna mun­um við ekki taka þátt í því,“ seg­ir Ein­ar.

Skýl­in grænu, sem eru eign AFA, yrðu þá send úr landi, en fyr­ir­tækið sér um upp­lýs­inga­skilti og biðskýli fyr­ir al­menn­ings­sam­göng­ur í 1.200 borg­um víðsveg­ar um heim, auk þess sem skýl­in er að finna í Kópa­vogi, Garðabæ og Hafnar­f­irði.

Aðspurður seg­ist Ein­ar ekki vita hvort borg­in vilji fá greitt með strætó­skýl­un­um í útboðinu sem fram fer seinna á ár­inu en það tíðkist hvergi í þeim 1.200 borg­um sem fyr­ir­tækið þjón­ust­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert