Ekki tilkynnt fleiri kynferðisbrot

Nauðgun er glæpur.
Nauðgun er glæpur. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Ekki hafa borist upplýsingar um  kynferðisbrot síðasta sólarhringinn að sögn Hrannar Stefánsdóttur, verkefnisstjóra neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Alls hafa verið tilkynnt fimm kynferðisbrotamál um helgina. Af þeim eru þrjú tengd útihátíðum.

Hrönn seg­ir að ekki hafi öll mál­in komið inn til neyðar­mót­tök­unn­ar, en hún hafi fengið upp­lýs­ing­ar um þau. Ekki fást upp­lýs­ing­ar að svo stöddu um hvar á land­inu brot­in voru fram­in en það verður upplýst eftir helgi. 

Hún segist vonast til þess að brotin hafi ekki verið fleiri og að umræða um kynferðisofbeldi hafi haft áhrif.

Met­fjöldi mála á ein­um mánuði kom á borð neyðar­mót­tök­unn­ar í júlí, þegar tutt­ugu og átta manns leituðu þangað. Sam­tals hef­ur 41 ein­stak­ling­ur leitað til neyðar­mót­tök­unn­ar í júní og júlí, og 110 það sem af er ári. Í fyrra leituðu fleiri en nokkru sinni á neyðar­mót­tök­una, en þá voru 169 kom­ur skráðar.

Í viðtali við mbl.is í síðustu viku sagðist Hrönn halda að ástæða fjölg­un­ar­inn­ar væri að þolend­ur leituðu í aukn­um mæli á neyðar­mót­töku, en ekki að brotum hefði fjölgað.

Þá sagði hún skömm­ina ekki eiga að liggja hjá brotaþola held­ur ger­anda. „Það er ekki eins og neinn bjóði upp á að láta brjóta á sér kyn­ferðis­lega og fókus­inn verður að vera meiri á gerend­ur og af hverju þeir brjóti á öðrum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert