Talsverður fjöldi mætti á árlega útihátíð Greifanna og Sigga Hlö um verslunarmannahelgina sem haldin var í áttunda skiptið í gær á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi. Þá fór fram brekkusöngur í grasbrekkunni fyrir neðan skemmtistaðinn og tók fjölmenni undir með Bjössa trúbador, sem einnig er liðsmaður Greifanna.
Dansleikir voru bæði á föstudags- og laugardagskvöldið og sem fyrr segir byrjaði sunnudagskvöldið með brekkusöng klukkan ellefu um kvöldið áður en haldið var á ball innandyra fram á miðja nótt.