Fréttir af ólátum „orðum auknar“

Frá Flúðum.
Frá Flúðum. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ég held að fréttir af meintum ólátum séu orðum auknar, það er mat okkar að þessi helgi hafi bara tekist býsna vel,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, í samtali við mbl.is.

Hann segir að umrædd ólæti á Flúðum um verslunarmannahelgina hafi ekki verið meiri en oft fylgir útihátíðum sem þessum.

„Það komu upp vandamál aðfaranótt sunnudagsins en mér skilst að það hafi verið eitthvað unglingagengi úr Reykjavík, ekki gestir á tjaldsvæðinu. En að öðru leyti erum við mjög sátt við helgina," segir Jón. 

„Það var mjög öflug dagskrá í gangi þessa daga sem gekk vel. Lögreglan var með virkt eftirlit, þess vegna fundust fíkniefni."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert