Telja hættuna vera hverfandi

Egg rannsökuð á efnarannsóknarstofa í Münster í Þýskalandi í gær.
Egg rannsökuð á efnarannsóknarstofa í Münster í Þýskalandi í gær. AFP

„Það er enginn að skoða þetta,“ segir Guðmundur H. Einarsson hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar spurður hvort verið sé að taka sýni eða kanna uppruna á innfluttum eggjavörum og matvælum sem innihalda egg frá Evrópu.

Milljónir eggja voru fjarlægðar úr matvöruverslunum og vöruhúsum í Hollandi, Belgíu og Þýskalandi eftir að í ljós kom að í þeim fannst mikið magn skordýraeitursins Fipronil sem ekki er leyfilegt að nota í eða nálægt matvælaframleiðslu. Heilbrigðiseftirlitið í Hollandi hefur sagt að neysla eggjanna geti haft veruleg áhrif á lýðheilsu, en 180 eggjabúum hefur verið lokað og varað er við neyslu eggja frá 27 búum til viðbótar.

„Við hjá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna störfum eftir aðgerðaáætlun Matvælastofnunar (MAST) og aðstoðum þau við sýnatökur,“ segir Guðmundur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag og bætir við að ekki hafi komið ósk frá stofnuninni um sýnatökur í tengslum við þetta mál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert