Allir starfsmennirnir í sóttkví

Allir starfsmenn Útilífsmiðstöðvar skáta sem viðstaddir voru í gærkvöldi eru …
Allir starfsmenn Útilífsmiðstöðvar skáta sem viðstaddir voru í gærkvöldi eru nú í sóttkví í grunnskólanum í Hveragerði. Einn starfsmannanna sýndi einkenni. mbl.is/Ragnheiður Davíðsdóttir

Allir starfsmenn Útilífsmiðstöðvar skáta sem viðstaddir voru í gærkvöldi eru nú í sóttkví í grunnskólanum í Hveragerði. Einn starfsmannanna sýndi einkenni. 

Í heildina eru 15 starfsmenn og sjálfboðaliðar nú í sóttkví í fjölda­hjálp­ar­stöð í grunn­skól­an­um í Hvera­gerði, ásamt 180 skátum. Fjöldahjálparmiðstöðinni var komið upp eftir að skæð maga­k­veisa kom upp í skáta­búðum á Úlfljóts­vatni. 

Þar af eru 63 skátar sem sýna einkenni auk eins starfsmanns útilífsmiðstöðvarinnar. Allt bendir til þess að um nóró-veiru sé að ræða en einkenni þeirra sýktu eru uppköst, magakrampar og niðurgangur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert