Magakveisa skátanna stafar af nóró-veiru. Þetta staðfestir Hermann Sigurðsson, framkvæmdarstjóri BÍS.
Í gærkvöldi kom upp skæð magakveisa í skátabúðunum við Úlfljótsvatn. Í kjölfarið var 181 skáti og 15 starfsmenn búðanna færðir í sóttkví og hafast þeir nú við í fjöldahjálparstöð sem komið var upp í grunnskólanum í Hveragerði.
Niðurstöður sýnatöku áttu ekki að koma fyrr en eftir helgi en komu svo í dag. Þær koma ekki á óvart, en einkenni þeirra sýktu bentu öll til þess að um nóró-veiruna hafi verið að ræða.
Samráðshópur kom saman klukkan fjögur til að meta stöðuna og skipuleggja starfið næstu daga.