Fjórir enn með einkenni

Fjöldahjálparstöðin í Hveragerði.
Fjöldahjálparstöðin í Hveragerði. mbl.is/Ófeigur

Viðbragðsaðilar sem vinna við fjöldahjálparstöðina í Hveragerði funduðu nú klukkan 17. Fjórir einstaklingar eru enn með einkenni og sá fimmti bíður þess að ná tímamörkum í útskrift. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Vakt verður í nótt í grunnskólanum og munu viðbragðsaðilar hittast á ný klukkan 10, til að fara yfir stöðu mála.

181 skáti á aldr­in­um 9 til 25 ára voru í gær og fyrradag flutt­ir í fjölda­hjálp­ar­stöð sem sett var upp í grunn­skól­an­um í Hvera­gerði. Alls sýndi 71 skáti ein­kenni, en sá yngsti sem veikt­ist var 9 ára. Flest­ir sem veikt­ust voru börn og ung­ling­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert