Mikill fjöldi fylgist með Gleðigöngunni

Veðurguðirnir hafa slegist í lið með göngunni.
Veðurguðirnir hafa slegist í lið með göngunni. mbl.is/Hanna

Mikill fjöldi er nú samankominn í miðbæ Reykjavíkur til að fylgjast með og taka þátt í Gleðigöngunni, sem er hápunktur Hinsegin daga. Gangan fór af stað klukkan 14 en í henni eru um 35 atriði.

Páll Óskar Hjálmtýsson, sem ávallt hefur verið með stærsta og skrautlegasta atriði göngunnar, er fjarri góðu gamni. Það hefur þó ekki komið að sök, enda gangan með glæsilegasta móti.

Gleðigangan er lögð af stað.
Gleðigangan er lögð af stað. mbl.is/Hanna

Gengið er frá Hverfisgötu og niður í Hljómskálagarð þar sem búið er að setja upp litríkt hátíðarsvið. Þar munu meðal annars koma fram:Hinseg­in kór­inn og KK auk þess sem Daní­el Arn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­tak­anna ´78, mun taka lag Hinseg­in daga í ár sem ber titil­inn Lit­ir regn­bog­ans og er samið af þeim Örlygi Smári, Michael James Down og Primoz Poglaj­en.

Gleðigang­an er einn fjöl­menn­asti viðburðurinn sem haldinn í Reykja­vík, en und­an­far­in ár er talið að á bil­inu 70-90 þúsund manns hafi lagt leið sína í miðborg­ina og tekið þátt í göng­unni.

Um 35 atriði eru í göngunni í ár, svipað og …
Um 35 atriði eru í göngunni í ár, svipað og áður. mbl.is/Hanna

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka