Mikill fjöldi fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í gær þegar Gleðigangan, sem er hápunktur Hinsegin Daga, fór fram. Gangan endaði svo í Hljómskálagarðinum þar sem gleðin hélt áfram. Veðrið var upp á sitt besta og dagskráin ekki af verri endanum.
Óhætt er að fullyrða að litadýrðin var mikil í miðbænum í gær. Við leyfum myndunum að tala sínu máli.