Fjallahjólreiðakeppninni WOW Glacier 360 lauk fyrr í dag þegar keppendur hjóluðu frá Hveravöllum í mark fyrir ofan Gullfoss. Í keppninni var hjólað í kringum Langjökul á þremur dögum, samtals 290 kílómetra. Dagleiðirnar voru á bilinu 85 til 111 km langar.
Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Made in Mountains, segir lokasprettinn hafa gengið mjög vel í dag og komu keppendur í mark við Gullfoss í einmuna veðurblíðu. Nú slaka keppendur á í sundi í Úthlíð og slegið verður upp grillveislu. Verðlaunaafhending fer svo fram í kjölfarið.
WOW Glacier 360 var haldin í fyrsta skipti í fyrra og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Eingöngu var keppt var í paraflokkum, en þeim var skipt í nokkra flokka; svokallaðan elite-flokk karla og kvenna þar sem keppendur í alþjóða hjólreiðasambandinu fá alþjóðleg stig fyrir þátttökuna, hefðbundinn flokk karla og kvenna, flokk 40 ára og eldri og flokk 50 ára og eldri. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin.
ELITE KARLAR
Úrslit:
ELITE KONUR
KARLAR
KONUR
MASTERS (40 ára og eldri)
1.sæti: Bumbuloni. Matthías Guðmundsson og Kristján Árni Jakobsson. Ísland. Tími: 13:45:24
2. sæti: Adventure212/Specialized. Chris Peariso og Rob Angelo. Bandaríkin. Heildartími: 13:53:59.7
3. sæti: Double D. Davíð Albertsson og Daði Hendricusson Ísland. Heildartími: 14:52:02.6
GRAND MASTERS (50 ára og eldri)
1.sæti: Kihlborg. Oskar Kihlborg og Patrik Kihlborg. Svíþjóð. Heildartími 16:21:20
2. sæti: Team Asseco. Søren Steffensen og Torben Richard Faldholt. Denmark. Heildartími: 16:46:16
3. sæti: IT CHAMPIONS. Jan Kren og Robert Tachovsky. Tékklandi. Heildartími: 16:52:02