Staðfest að líkið var af Begadze

Frá leit­inni í nágrenni Brú­ar­hlaða. Staðfest hefur verið að líkið …
Frá leit­inni í nágrenni Brú­ar­hlaða. Staðfest hefur verið að líkið var af Nika Bega­dze. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Staðfest hefur verið að líkið sem fannst á sunnudag á austurbakka Hvítár, neðan Brúarhlaða, sé af Georgíumanninum Nika Bega­dze, sem féll í Hvítá við Gull­foss fyrr í sum­ar. Þetta segir Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Sel­fossi.

Það var á sunnudag sem líkið fannst í leitarflugi Land­helg­is­gæslu með björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um Ey­vind­ar á Flúðum.

Kennsla­nefnd rík­is­lög­reglu­stjóra hefur, ásamt rétt­ar­meina­fræðingi, borið kennsl á líkið. Að sögn Odds liggja niðurstöður krufningar þó ekki fyrir og er dánarorsök er því enn óljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka