Staðfest hefur verið að líkið sem fannst á sunnudag á austurbakka Hvítár, neðan Brúarhlaða, sé af Georgíumanninum Nika Begadze, sem féll í Hvítá við Gullfoss fyrr í sumar. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi.
Það var á sunnudag sem líkið fannst í leitarflugi Landhelgisgæslu með björgunarsveitarmönnum Eyvindar á Flúðum.
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur, ásamt réttarmeinafræðingi, borið kennsl á líkið. Að sögn Odds liggja niðurstöður krufningar þó ekki fyrir og er dánarorsök er því enn óljós.