300 viðburðir á Menningarnótt

Frá Menningarnótt í fyrra.
Frá Menningarnótt í fyrra. mbl.is/Freyja Gylfa

Boðið verður upp á tónlistar- og menningarveislu með 300 viðburðum í dagskrá Menningarnætur sem haldin verður í Reykjavík í 22. sinn um komandi helgi.

Borgarstjóri setur Menningarnótt við Veröld – hús Vigdísar, þar sem rektor Háskóla Íslands vígir torgið fyrir framan og Vigdís Finnbogadóttir gróðursetur tré.

Gestabær Menningarnætur, Akranes, býður upp á dagskrá á Messanum við Sjóminjasafnið. Frítt verður með strætó á Menningarnótt og sérstök áhersla er lögð á að fjölskyldur njóti Menningarnætur og samveru, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert