„Ekki mönnum bjóðandi“

Með nýjum vegi um Gufudalssveit er ætlunin að færa Vestfjarðaveg …
Með nýjum vegi um Gufudalssveit er ætlunin að færa Vestfjarðaveg nr. 60 af Ódrjúgshálsi og Hjallahálsi og niður á láglendið við Breiðafjörð. mbl.is/Helgi Bjarnason

„Það væri ósk­andi að þetta gæti farið af stað, því það er mjög mik­il­vægt að þetta fari að lag­ast,“ seg­ir Vil­berg Þrá­ins­son, odd­viti Reyk­hóla­hrepps, um lagn­ingu nýs veg­ar í Gufu­dals­sveit á Vest­fjörðum.  

Fyr­ir­tækið Land­mót­un vinn­ur að breyt­ing­um á aðal­skipu­lagi fyr­ir Reyk­hóla­hrepp vegna lagn­ing­ar Vest­fjarðar­veg­ar um Teigs­skóg en verk­efnið hef­ur verið mjög um­deilt. Að sögn Vil­bergs tek­ur ferlið við aðal­skipu­lagið allt að fimm mánuði.

Vega­gerðin mun ekki sækja um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir veg­in­um fyrr en breyt­ing­arn­ar á aðal­skipu­lag­inu liggja fyr­ir. Eft­ir breyt­ing­arn­ar á aðal­skipu­lag­inu mun sveit­ar­stjórn Reyk­hóla­hrepps ákveða hvort fram­kvæmda­leyfið verður veitt.

Ekki myndað sér skoðun 

Með nýj­um vegi um Gufu­dals­sveit er ætl­un­in að færa Vest­fjarðaveg nr. 60 af Ódrjúgs­hálsi og Hjalla­hálsi og niður á lág­lendið við Breiðafjörð.

Aðspurður seg­ir Vil­berg að sveit­ar­fé­lagið hafi ekki myndað sér ákveðna skoðun á því hvort best sé að leggja veg­inn um Teigs­skóg. Skipu­lags­stofn­un hef­ur lagst gegn því en Vega­gerðin er því fylgj­andi.

„Við erum búin að vera að safna að okk­ur upp­lýs­ing­um síðustu mánuði og erum að tala við alla aðila sem koma að þessu máli. Við höf­um ráðið mann sem held­ur utan um þess­ar upp­lýs­ing­ar,“ grein­ir Vil­berg frá og seg­ir sveit­ar­fé­lagið hafa átt sam­tal við all­ar þær stofn­an­ir sem koma að mál­inu.

„Við reyn­um að vinna þetta eins vel og við get­um svo við get­um rök­stutt þá ákvörðun sem við tök­um.“

mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Vöru­bíl­ar dregn­ir upp um há­sum­ar

End­ur­bæt­ur á vegi um Gufu­dals­sveit hafa verið í bíg­erð í mörg ár en um mal­ar­veg er að ræða.

„Það er ekki mönn­um bjóðandi að þurfa að draga vöru­bíla þarna upp um há­sum­ar í júlí­mánuði af því að þeir kom­ast ekki upp út af drullu eða bleytu. Vöru­bíl­ar liggja þarna fast­ir all­an árs­ins hring,“ seg­ir  Vil­berg.

Hann bæt­ir við tíu til tólf börn sem sæki grunn­skóla á vet­urna fari einnig um veg­inn, auk þess sem fisk­ur er flutt­ur í gegn­um veg­inn að vest­an. „Maður von­ar að þetta fari að ganga. Það er búið að bíða eft­ir þessu svo­lítið lengi. Við höld­um í von­ina um að þetta fari allt á besta veg.“

Eitt skref í einu 

Fari svo að Reyk­hóla­hrepp­ur ákveði að veita Vega­gerðinni fram­kvæmda­leyfi vegna lagn­ing­ar veg­ar­ins seg­ist Vil­berg ekki vita hvort eitt­hvað verði því til fyr­ir­stöðu að fram­kvæmd­ir hefj­ist.

„Við tök­um bara eitt skref í einu og reyn­um að gera þetta eins vel og við get­um þannig að þetta gangi sem best.“

Rúm­lega sjö þúsund manns hafa tekið þátt í und­ir­skrifta­söfn­un til að mót­mæla frest­un á vega­fram­kvæmd­um í Gufu­dals­sveit.

Í mars síðastliðnum til­kynnti rík­is­stjórn Íslands um 200 millj­óna króna auka­fjár­veit­ingu vegna fram­kvæmd­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka