Bessastaðir opnir á Menningarnótt

Í fréttinni segir að gestir geti skoðað Bessastaðastofu, sem er …
Í fréttinni segir að gestir geti skoðað Bessastaðastofu, sem er elsta hús forsetasetursins, móttökusal þess og fornleifakjallara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Opið hús verður á Bessastöðum á laugardaginn næstkomandi, í tilefni Menningarnætur.

Allir eru velkomnir á forsetasetrið meðan húsrúm leyfir og verður opið frá klukkan tólf til fjögur. Þetta kemur fram í frétt á vef forseta

Í fréttinni segir að gestir geti skoðað Bessastaðastofu, sem er elsta hús forsetasetursins, móttökusal þess og fornleifakjallara.

Opið hús var á Bessastöðum fyrr á árinu líka, í febrúar, sem liður í Safnanótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert