Áfram svipuð öryggisgæsla

Ljósadýrð á Menningarnótt 2016
Ljósadýrð á Menningarnótt 2016 mbl.is/Freyja Gylfa

Öryggisgæslan á Menningarnótt verður með sama hætti og hefur verið á fjölmennum samkomum í sumar eins og á hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní og í Gleðigöngunni, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. 

„Við höfum unnið í allt sumar með aðgerðaplan sem tekur mið af svipuðum atburðum sem áttu sér stað í gær. Allt miðar að því að vera með eins gott öryggi og hægt er og verja gangandi vegfarendur eins vel og við getum,” segir Ásgeir Þór spurður hvort öryggisgæsla verði aukin vegna árásarinnar í Barcelona á Spáni í gær.

Hann tekur fram að þar sem  hátíðarsvæðið verður stórt á Menningarnótt verði lokanir í Reykjavík víðfeðmar.  

„Það getur vel verið. Sérsveit ríkislögreglustjóra er með okkur í þessu verkefni eins og þeim öllum,” segir Ásgeir Þór spurður hvort gestir megi búast við að sjá vopnaða lögreglumenn á Menningarnótt.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert