Þjóðaröryggisráðið ekki kallað saman

Frá fundi þjóðarör­ygg­is­ráðs
Frá fundi þjóðarör­ygg­is­ráðs mbl.is/RAX

Þjóðaröryggisráð mun ekki koman saman vegna hryðjuverkaárásarinnar í Barcelona á Spáni í gær, að sögn Þórunnar J. Hafstein ritara Þjóðaröryggisráðsins. Í árásinni létust að minnsta kosti 14 manns og um eitt hundrað manns slösuðust þegar sendibifreið var ekið inn í hóp fólks á Römblunni.  

Ríkislögreglustjóri hefur ekki hækkað viðbúnaðarstig hér á landi vegna árásarinnar og því verður ráðið ekki kallað saman. 

„Það er ljóst að þróun mála í Evrópu getur haft áhrif hér á landi og því má gera ráð fyrir að upplýsingar um hryðjuverkaógn á hverjum tíma verði fastur liður á fundum ráðsins,“ segir Þórunn. Þjóðaröryggisráðið er mikilvægur samráðsvettvangur meðal annars um þróun mála sem geta haft áhrif á öryggi þjóðarinnar eins og hryðjuverkaógn. 

Ekki búið að ákveða hvenær ráðið kemur næst saman en gert er ráð fyrir að það verði snemma í haust, að sögn Þórunnar. 

Fast sæti í þjóðarör­ygg­is­ráði eiga for­sæt­is­ráðherra sem formaður ráðsins, ut­an­rík­is­ráðherra, dóms­málaráðherra og ráðuneyt­is­stjór­ar ráðuneyt­anna þriggja, tveir þing­menn, ann­ar úr þing­flokki sem skip­ar meiri­hluta á þingi en hinn úr þing­flokki minni­hluta. Þá sitja í ráðinu for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, rík­is­lög­reglu­stjóri og full­trúi Lands­bjarg­ar. Einnig get­ur þjóðarör­ygg­is­ráðið kallað til aðila til tíma­bund­inn­ar setu í ráðinu vegna ein­stakra mála.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert