Dansmaraþon á Klapparstíg

Frá karnivalinu á Klapparstíg á Menningarnótt í fyrra.
Frá karnivalinu á Klapparstíg á Menningarnótt í fyrra.

Það er margmenni í miðbæ Reykjavíkur þessa stundina enda leikur veðrið við gesti Menningarnætur. Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Fjarskiptafyrirtækið Nova stendur fyrir herlegheitunum og munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað.

DJ Margeir og fleiri plötusnúðar ætla að þeyta skífum á milli óvæntra uppákoma sem eru takt við stuðið sem hæfir Menningarnótt.

Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér að neðan þegar hún hefst klukkan 17.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert