Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim.
Hlemmur er áherslusvæði Menningarnætur Reykjavíkur í ár og var Mathöllin opnuð við það tækifæri. Þar verða fjölmargir viðburðir í dag.