Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin.
Mjög vel var mætt í heimsóknina en Bessastaðir voru einnig opnir almenningi á Safnanótt í febrúar fyrr á árinu. Unnt var að skoða staðhætti, muni og mannvirki sem fundust við fornleifarannsókn í fornleifakjallaranum og margt af þeim gjöfum sem embættinu hafa borist í gegnum tíðina.
Forsetahjónin heilsuðu flestum þeirra sem sóttu Bessastaði heim með handabandi og var ekki að sjá á Guðna Th. Jóhannessyni forseta að hlaupið hefði fengið á hann en hann var kláraði hálfmaraþon fyrir ofan efstu fjórðungsmörk í morgun.