Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag.
Boðið verður upp á þrenna stórtónleika í kvöld; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Þá eru yfir hundrað tónlistarviðburðir um alla borg. Frítt er inná öll söfn í miðborginni sem bjóða uppá fjölbreytta dagskrá fram á kvöld. Þá verður Harpa með dagskrá frá kl. 13-18.
Að venju er frítt í Strætó og flugeldasýningin verður á sínum stað á Austurbakka klukkan 23 og verður talið niður í hana á glerhjúp Hörpu.
Hægt er að nálgast alla viðburði á Menningarnótt hér.