Stemning í miðbænum - myndir

Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. 

Boðið verður upp á þrenna stórtónleika í kvöld; Tón­leika Rás­ar 2 á Arn­ar­hóli, Garðpartí Bylgj­unn­ar í Hljóm­skálag­arðinum og hip-hop tón­leika á Ing­ólf­s­torgi. Þá eru yfir hundrað tón­list­ar­viðburðir um alla borg. Frítt er inná öll söfn í miðborg­inni sem bjóða uppá fjöl­breytta dag­skrá fram á kvöld. Þá verður Harpa með dag­skrá frá kl. 13-18. 

Að venju er frítt í Strætó og flug­elda­sýn­ing­in verður á sín­um stað á Aust­ur­bakka klukk­an 23 og verður talið niður í hana á gler­hjúp Hörpu.

Hægt er að nálg­ast alla viðburði á Menn­ing­arnótt hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert