Eygja langþráða heimferð frá Kanarí

Vél Primera Air, mynd úr safni.
Vél Primera Air, mynd úr safni. mbl.is

Farið er að sjá fyrir endann á langri bið Íslendinganna sem áttu flug bókað heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með flugfélaginu Primera Air klukkan fjögur í gær en verið er að hleypa farþegum um borð um kl. 21.30, eða hátt í einum og hálfum sólarhring á eftir áætlun.

mbl.is hefur ekki náð í forsvarsmenn Primera Air vegna málsins frá því síðdegis þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir.

Forstjóri Primera Air, Hrafn Þorgeirsson, sagði í samtali við mbl.is í morgun að ástæða seinkunarinnar væri vélarbilun. Sama og úti­lokað væri að fá leigu­vél­ar til þess að hlaupa í skarðið um helg­ar í sum­ar og þá tæki tíma að fá vara­hluti og hvíla áhöfn­ina. Fleiri slík mál hafa komið upp um helg­ina.

Um 170 farþegar áttu bókað flug með vélinni til Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert